Matarbanki
Steikar Stir Fry
200 gr nautaþynnur
1 gulrót
100 gr brokkolí
1 rauð paprika
1 dl cashew hnetur
2 msk sojasósa
2 msk worcestershire sósa
1 tsk pipar
1 msk hvítlaukspipar
1 msk engiferduft eða ferskur engifer
1 tsk ólífuolía
Marinerið nautaþynnurnar og leyfið að bíða í 10 mín
Hitið pönnu á miðlungs hita og steikið gulrætur, brokkólí, papriku og hnetur
Bætið við teskeið af soya og worchestershire sósu og steikið í um 5 mín
Setjið til hliðar
Steikið kjötið á háum hita í 5 mín eða þangað til er orðið brúnt, bætið grænmeti við þegar mestur vökvi er farinn af pönnunni.
Leyfið að malla og borðið með hrísgrjónum