Matarbanki
Slow Cooker Nauta taco
1 kg nautakjöts biti 1 hvítur laukur
6 hvítlauksgeirar
1 paprika
3 msk kúmen 2 msk chili duft
1 msk oregano 1 ½ tsk paprika
½ tsk cayenne pipar
Salt og pipar
Aðferð
Setjið í skál kúmen, chiliduft, oregano, papriku, cayenne, salt og pipar og blandið saman.
Takið hálfa mixtúruna og nuddið í kjötið
Setjið steikina í slow cooker ásamt lauk, hvítlauk og papriku
Eldið á low í 8 klukkustundir
Takið sem mestan vökva úr pottinum og setjið restina af kryddinu út í
Eldið á low í aðrar 30 mín og tætið síðan niður.
Hægt er að borða með hrísgrjónum eða í taco pönnuköku með grænmeti
Ath að það þarf að skrá grænmeti eins og avocado og rótargrænmeti sérstaklega