Matarbanki
Kjúklingasúpa með brokkolí
1 laukur smátt skorinn
½ msk ólífuolía
3 tsk hvítlaukur í krukku
2 kartöflur (skera mjög smátt)
300 gr grísk jógúrt
200 gr léttur rjómaostur
600 gr brokkolí ( kaupi frosið)
600 gr kjúklingabringur (skera í teninga)
1 ferna grænmetissoð
120 ml vatn
200 gr rifinn ostur
2 tsk salt
½ tsk pipar
Steikið lauk, kjúkling, hvítlauk og kartöflur uppúr ólífuolíunni.
Ef þið kaupið frosið brokkolí, sjóðið þá í nokkrar mín.
Þegar kjúklingurinn er tilbúinn bætið þá við brokkolí, vatni og grænmetissoði.
Leyfið að malla eins lengi og þið hafið tíma í.
Takið af hitanum og bætið rest útí, leyfið að bráðna saman við.
ATH. þetta er stór uppskrift.
Miðað er við að skammturinn sé 350 - 400 gr.