Hunangs kjúklingur og hrísgrjón
2 skammtar
2 kjúklingabringur
1 msk sojasósa
1 msk paprika
1 msk hvítlauksduft
1 sítróna kreist
1 tsk hunang
1 Paprika
Spínat
125 gr elduð hrísgrjón
Skerið niður kjúklingabringur í bita og setjið í marineringu
Hitið pönnu upp að miðlungs hita og eldið kjúklinginn í ca 2 mín á hvorri hlið
Slökkvið á hitanum og setjið hunangið út í og blandið saman
Setjið síðan á disk og til hliðar
Setjið niðurskorna papriku og spínat á pönnuna og eldið
Setjið kjúklinginn aftur út á og hrísgrjón og restina af sítrónusafanum
Blandið vel saman og njótið