Matarbanki
Fiski taco
700 gr hvítur fiskur 1 ½ tsk chili duft 1 tsk paprika
½ tsk hvítlauksduft ¼ tsk salt
1 msk olía
Sósan
½ bolli grísk jógúrt
1 ½ msk lime safi (ca 1 lime)
½ tsk hvítlauksduft
½ tsk sriacha sósa
salt
vatn til að þynna
Þurrkið fiskinn með pappír, kryddið með chili, papriku, hvítlauk og salti báðum megin. Hitið olíu á pönnu miðlungs hita, setjið fiskinn á pönnuna og eldið í um 4-7 mínútur
Setjið öll innihaldsefni sósunar í skál og blandið saman, þynnið með vatni
Hægt er að borða með hrísgrjónum eða í taco pönnuköku með grænmeti Ath að það þarf að skrá grænmeti eins og avocado og rótargrænmeti sérstaklega