Matarbanki
Burrito skál með kjúkling og steiktu grænmeti
Skálin:
1 Kjúklingabringa
140 gr soðin hrísgrjón
20 gr svartar baunir
50 gr steikt grænmeti
31 gr Avocado dressing
Avocado dressing:
150 gr avocado
60 ml vatn
Safi úr einu lime
1 tsk sjávarsalt
1 tsk hvítlauksduft
Kóríander eftir smekk
Aðferð:
Skerið kjúklinginn í hæfilega stóra bita, kryddið eins og ykkur finnst best og eldið
Setjið allt fyrir Avocado dressinguna í blandara og blandið saman.
Mér finnst best að nota það grænmeti sem til er í ísskápnum/frystinum og henda því á pönnuna og steikja pínu stund.
Setja síðan allt saman í skál og setja avocado dressinguna ofaná.